28 jan. 2005Tyrkir, gestgjafar úrslitakeppni Evrópumóts landsliða síðar á þessu ári, lentu í sannkölluðum dauðariðli, þegar dregið var í riðlana í Istanbul í dag. Með Tyrkjum í B-riðli verða núverandi Evrópumeistarar Rússa, Spánverjar, Litháar, Serber&Svartfellingar og Rúmenar. Í A-riðli verða Tékkar, sem taldir eru sigurstranglegir í keppninni, Lettar, Þjóðverjar, Grikkir, Frakkar og eitt lið sem kemst áfram úr aukakeppni, en þar eru Pólverjar taldir standa best að vígi. Evrópumeistaramótið verður leikið í borgunum Ankara og Bursa 2.-11. september.