27 jan. 2005Í tilefni þess að 40 ár eru nú liðin frá því að körfuboltaleikur hófst á Sauðárkróki verður frítt á leik vikunnar í Intersportdeildinni gegn ÍR, en hann er á fimmtudagskvöldið kl. 19:15 í Íþróttahúsinu, auk þess sem afmælisdagskrá verður á Kaffi Krók eftir leikinn. Þann 25. janúar 1965 lék Tindastóll sinn fyrsta körfuboltaleik. Spilað var í leikfimisal gamla barnaskólans við lið Hólasveina úr Hjaltadal. Leiknum lauk með sigri Tindastóls, 54:19, og var Sveinn Sigfússon stigahæstur með 16 stig, en næstur honum kom Baldvin Kristjánsson með 14 stig. Lið Tindastóls skaut alls 89 sinnum á körfu í leiknum. Dómari var Helgi Rafn Traustason, en hann var ein aðaldriffjöður körfboltans á Krók fyrstu árin. Eins og fyrr segir hefst leikur Tindastóls og ÍR kl. 19:15 og eru allir hvattir til að mæta tímanlega þar sem óvæntar uppákomur verða í tengslum við leikinn - frítt inn! Eftir leikinn verður afmælisdagskrá á Kaffi Krók þar sem tímamótanna verður minnst og sagan rifjuð upp. Aðgangseyrir verður á afmælisdagskrána. [v+]http://skagafjordur.net/karfan/?pContent[v-]Af vef Tindastóls[slod-]