25 jan. 2005Benetton Fribourg Olympic sem slóg Keflavík út úr bikarkeppni Evrópu í síðustu viku mætir öðru svissnesku félagi, BC Boncourt í undanúrslitum mið- og vesturdeildar keppninnar, en leikurinn verður leikinn 16. febrúar nk. BC Boncourt varð svissneskur meistari sl. vor, eftir sigur á Fribourg í úrslitum. Liðið er sem stendur efst í svissnesku deildinni, en Fribourg er í því sjötta. Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni í vetur og þá sigraði Boncourt 110-92. Í norðurdeildinni eru þrjú rússnesk félög í undanúrslitum. Dynamo Moskva mætir EURAS Ekaterinburg og Lokomotiv Rostov mætir BC Siauliai frá Litháen. Í undanúrslitum suðurdeildarinnar eru tvö félög frá Kýpur. Keravnos Keo mætir Banvit frá Tyrklandi og Apollon Limassol mætir CSU Asesoft Ploieisti frá Rúmeníu. Í 8-liða úrslit bikarkeppninnar komast 2 félög úr norður og tvö úr suðurdeildunum, en fjögur úr mið- og vesturdeildinni. mt: Úr leik Keflavíkur og Fribourg í síðsutu viku. (mynd: VF-FIBA Europe)