16 des. 2004Þjálfarar kvennalandsliðsins, Ívar Ásgrímsson og Henning Henningsson, hafa valið 16 manna æfingahóp fyrir æfingaferð kvennalandsliðsins til Englands milli jóla og nýárs. Liðið er mjög ungt að árum og eru t.d. fimm 16 ára leikmenn í hópnum. Farið verður með 12 leikmenn til Englands og mun sá hópur verða valinn á æfingu þann 22. des. og verður hann tilkynntur á heimasíðu KKÍ þann 23. des. Haldið verður að stað til Englands þann 27. des. og komið heim þann 30 des. Leiknir verða þrír leikir á þessum fjórum dögum, þann 28. og 29. des við landslið Englands og þann 30 des. við úrvalslið frá London. Íslenska kvennalandsliðið er að undirbúa sig fyrir smáþjóðaleikana sem verða haldnir í Andorra í lok maí 2005. Eftirtaldir leikmenn voru valdir Birna Valgarðsdóttir, Keflavík Rannveig Randversdóttir, Keflavík María Ben Erlingsdóttir, Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Svava Ó Stefánsdóttir, Keflavík Bára Bragadóttir, Keflavík Helga Jónasdóttir, Njarðvík Ingibjörg E Vilbergsdóttir, Njarðvík Erla Þorsteinsdóttir, Grindavík Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík Helena Sverrisdóttir, Haukar Pálína M Gunnlaugsdóttir, Haukar Alda Leif Jónsdóttir, ÍS Signý Hermansdóttir, ÍS Þórunn Bjarnadóttir, ÍS Hildur Sigurðardóttir, Jamtland, Svíþjóð Æfingar munu hefjast strax eftir síðasta leik fyrir jólafrí og munu æfingar verða á eftirtöldum tímum. Sunnud. 19. des. 18.00 – 20.00 Hlíðaskóla, Keflavík Mánud. 20. des. 17.30 – 19.00 Ásvellir, Hafnarfirði Þriðjud. 21. des. Keflavík Miðvikud. 22. des. 20.00 – 22.00 Njarðvík Föstud. 24. des. 11.00 – 12.30 Ásvellir, Hafnarfirði Sunnud. 26. des. 12.00 – 14.00 Ásvellir, Hafnarfirði