26 nóv. 2004Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur dæmt að úrslit leiks Fjölnis og Hauka úr 1. umferð Intersport-deildarinnar skuli standa óhögguð. Áfrýjunardómstóllinn snýr því dómi dómstóls KKÍ sem áður hefði dæmt að leikurinn skyldi leikinn á ný. Í dómnum kemur ma. fram eftirfarandi: Í dómi í máli þessu verður ekki lagt mat á réttmæti þeirrar ákvörðunar dómara sem mál þetta er sprottið af. Í hverjum leik taka dómarar margar matskenndar ákvarðanir sem ekki verða endurskoðaðar af dómstólum Körfuknattleikssambands Íslands. Mistök, sem dómarar kunna að gera, eru hluti af leiknum og verða ekki leiðrétt eftir á. Hin umdeilda ákvörðun dómara var hluti af þeim leik sem lið aðila háðu 7. október síðastliðinn og verður ekki við henni hróflað. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að úrslit leiksins skuli standa. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=288[v-]Allur dómurinn[slod-]