25 nóv. 2004Þessa stundina stendur yfir málflutningur í áfrýjunardómstól KKÍ vegna áfrýjunar Fjölnis í "klukkumálinu" svokallaða. Ekki er að vænta niðurstöðu í dag. Forsaga málsins er sú að Haukar kærðu úrslit í leik Fjölnis og Hauka í 1. umferð Intersport-deildarinnar, en Fjölnir sigraði í leiknum með einu stig. Ástæða kærunnar er sú að fæmd var karfa af Haukum þar sem leikklukkan fór ekki í gang þegar 8 sekúndur voru eftir af leiknum. Dómstóll KKÍ komst að þeirri niðurstöðu að leikurinn skyldi leikinn að nýju. Fjölnir áfrýjaði málinu til áfrýjunardómstóls KKÍ, sem nú hefur hafið málsmeðferð.