12 ágú. 2004Ísland U16 drengja var rétt í þessu að leggja Makedóníu í framlengdum leik, 93-88. Leikurinn var magnaður allan tímann en fyrirfram átti þetta að vera auðveldur sigur hjá Makedónum þar sem þeir eiga að vera A-þjóð en voru sendir niður í B-riðil fyrir að föndra með fæðingarvottorð. Íslenska liðið byrjaði leikinn af látum og komst snemma 8 stigum yfir í leiknum. Það dugði skammt og var jafnt eftir fyrsta leikhluta. Ísland leiddi síðan í öðrum leikhluta en Makedónar enduðu hálfleikinn á 3ja stiga körfu og leiddu með tveimur í hálfleik, 38-36. Liðin skiptust síðan á að leiða í seinni hálfleik en Ísland var tveimur stigum yfir í lokin en besti leikmaður Makedóna jafnaði metin með gegnumbroti, en þessi frábæri leikstjórnandi var okkar strákum erfiður og skoraði 40 stig. Ísland fékk 5 sekúndur til að skora sigurkörfuna en 3ja stiga skot frá Brynjari Björnssyni staldraði á hringnum áður en tuðran ákvað að rúlla af körfunni. Þrátt fyrir erfiðan venjulegn leiktíma áttu drengirnir smá eftir til að klára leikinn í framlengingunni þar sem Emil Jóhannsson fór á kostum sóknarlega og Sigurður Þorsteinsson varnarlega. Hörður Axel Vilhjálmsson 21 (8 frák, 6 stoð), Hjörtur Einarsson 20 (11 frák), Emil Jóhannsson 17 (5 frák), Brynjar Björnsson 16 (12 frák), Sigurður Þorsteinsson 7 (9 frák), Þröstur Jóhannsson 7, Hafþór Björnsson 5, Hörður Helgi Hreiðarsson (8 frák.) Með sigrinum er íslenska liðið komið í efsta sæti en á 3 mjög erfiða leiki eftir. Englendingar eru með frábært lið sem inniheldur tvo stráka sem hafa skrifað undir á Spáni og hjá Cinninati haskólanum. [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?roundID=3774&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={89EB60F8-7F8F-4FFB-9427-6103055F3511}&[v-]Staðan í B-deildinni[slod-].