5 ágú. 2004Stelpurnar í U16 halda afram að slá í gegn í Eistlandi og í dag sigruðu þær Írland auðveldlega 86-58. Leikurinn fór rólega af stað og virtust stelpurnar vera hálf lamaðar í upphafi leiks, hugsanlega vegna hita en núna er yfir 30 stiga hiti í Eistlandi og glampandi sól. Í lok annars leikhluta vöknuðu þær til lífsins og náðu 18 stiga forystu og þar með var nánast formsatriði að klára leikinn. Allar stelpurnar stóðu sig vel í dag, og dreifðust mínúturnar nokkuð jafnt á leikmenn liðsins. Stigahæstar í ísl. liðinu voru Helena Sverrisdóttir með 27 stig, 21 frákast og 5 stolna bolta. María Ben Erlingsdóttir skoraði 18 stig, og tók 9 fraköst. Ragnheiður Theódórsdóttir skoraði 11 stig og tók 2 fraköst. Ingibjörg Vilbergsdóttir skoraði 9 stig og gaf 4 stoðsendingar var með 5 stolna bolta. Bára Fanney Hálfdánardóttir skoraði 8 stig (100% skotnýting) og tók 2 fráköst. Guðrún Harpa Guðmundsdóttir skoraði 6 stig. Íslenska liðið er hér í lykilhlutverki og hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu jafnt innan sem utan vallar. Á morgun er frí hjá liðinu og næsti leikur er á laugardaginn gegn Englandi. Bestu hita- og moskítókveðjur frá Eistlandi. Stelpurnar i U16.