5 ágú. 200416 ára landslið drengja hélt til Englands í morgun og leikur þar 9 leiki í B-deild Evrópukeppninnar. Efsta liðið kemst í A-deild. Leikið verður í Brighton í Englandi. Annar riðill í B-deild verður leikinn á sama tíma í Valiko Tarnovo í Búlgaríu. Þessir drengir urðu Norðurlandameistarar í maí á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þar unnu þeir Svía í úrslitaleik 86-55 en Svíar eru einmitt með íslenska liðinu í riðli í Englandi, eins og Finnar en íslensku strákarnir unnu þann leik 68-64. Norðurlandamótið var fyrsta verkefni þessa hóps en 16 ára strákar hafa tekið þátt í fjölmörgum Evrópumótum. Besti árangur liðsins var 1993 þegar ’76 árgangurinn komst í úrslitakeppnina í Tyrklandi og varð í 9. sæti. Liðið er búið að undirbúa sig vel og t.a.m. eyddu þeir Verslunarmannahelginni í sumarbústað við Laugarvatn þar sem þeir efldu samkenndina og æfðu. Hópurinn sem heldur utan er skipaður eftirfarandi leikmönnum: Nafn Félag U16 leikir Brynjar Þór Björnsson KR 14 Hafþór Björnsson Breiðablik 5 Böðvar Björnsson ÍA 0 Hjörtur H. Einarsson Njarðvík 5 Þórir Guðmundsson KFÍ 5 Gústaf Gústafsson Valur 9 Hörður Hreiðarsson Valur 5 Emil Þór Jóhannesson Fjölnir 5 Þröstur Leó Jóhannsson Keflavík 5 Páll H. Kristinsson Keflavík 5 Sigurður Þorsteinsson KFÍ 5 Hörður Axel Vilhjálmsson Fjölnir 5 Þjálfari er Benedikt Guðmundsson 897-8311 Fararstjóri er Björn M. Björgvinsson 897-0870 Með í för er Sigmundur Már Herbertsson dómari Dagskrá liðsins í Englandi: 6. ágúst kl 12 (ísl tími) Ungverjaland 7. ágúst kl 11 Svíþjóð 8. ágúst kl 11 Austurríki 9. ágúst kl 19 Írland 10. ágúst kl 13 Finnland 12. ágúst kl 15 Makedónía 13. ágúst kl 17 Tékkland 14. ágúst kl 17 England 15. ágúst kl 13:30 Holland