27 júl. 2004Það er sannarlega nóg að gera hjá Guðbjörgu Norðfjörð fararstjóra íslenska kvennalandsins á Promotion Cup í Andorra. Auk hinna venjubundu skyldustarfa fararstjóra þá hefur hún nýst Ívari þjálfara vel á æfingum. Erla Þorsteinsdóttir, fyrirliði, á við meiðsli að striða og Guðbjörg hefur því verið með og æfingum svo liðið geti spilað fimm á fimm. Guðbjörg hefur reyndar sýnt það mikla takta á þessum æfingum að það hefur örugglega verið freistandi fyrir Ívar að nota hana í leikjunum en Guðbjörg spilaði sinn síðasta leik fyrir tveimur árum einmitt í Andorra. Hún er nú fararstjóri í fyrsta sinn með kvennalandsliðinu en hefur farið í ófáar ferðirnar sem leikmaður. Erla Þorsteinsdóttir á við meiðsli að stríða á fæti og spilaði af þeim sökum minnst í sigrinum á Skotum. Erla mun liklega hvíla næsta leik sem er gegn heimamönnum í Andorra á morgun miðvikudag verði hún ekki orðin nógu góð fyrir þann leik.