19 júl. 2004Evrópukeppni kvenna 18 ára og yngri lauk í gær í Bratislava í Slóvakíu. Rússar og Spánverjar léku til úrslita og sigrðu Rússar [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?coid={7AA76E95-B748-477F-A045-C089676FDBB6}&articleMode=on[v-]77-59[slod-] og er þetta í þriðja skiptið í röð sem Rússar sigra í þessum aldursflokk og í fjórða skiptið á síðustu 5 mótum. Það má segja að Rússar hafi farið nokkuð létt í gegnum mótið en á leið sinni í úrslitin sigruðu þær andstæðinga sína með 31 stigi að meðaltali. Í úrslitaleiknum leiddu Rússar örugglega allan tímann, í þriðja leikhluta náðu þær spænsku þó að minnka muninn í 9 stig en það dugði ekki og Rússar sigruðu eins og fyrr segir með 16 stigum. Tatiana Bokareva (191cm) var allt í öllu í rússneskaliðinu og skoraði 26 stig, tók 23 fráköst og varði 3 skot á 35 mínútum. Stigahæst Spánverja var Silvia Dominguez með 11 stig.