18 júl. 2004Andrzej Kowalczyk landsliðsþjálfari Pólverja hefur valið [v+]http://www.polishbasket.com/index.php?news=5673[v-]23ja manna æfingahóp[slod-] fyrir leiki liðsins í Evrópukeppninni í haust. Það verða væntanlega leikmenn úr þessum hóp sem koma til Íslands 6.-8. ágúst og leika vináttuleiki við Íslendinga. Í hópnum má finna tvo leikmenn sem eru á mála hjá NBA liðum en það eru þeir [v+]http://www.nba.com/playerfile/maciej_lampe/index.html?nav=page[v-]Maciej Lampe[slod-] frá Phoenix Suns og [v+]http://www.nba.com/playerfile/cezary_trybanski/index.html?nav=page[v-]Cezary Trybanski[slod-] frá New York Kniks. Auk þess er í hópnum leikmaður Dijon sem Keflvíkingar léku við síðasta vetur í Evrópukeppninni, hann heitir Marcin Stefanski og var einmitt stigahæstur í leiknum á Íslandi og einnig leikmenn sem eru að leika í Þýskalandi og víðar um Evrópu.