7 júl. 2004Körfuknattleiksþjálfarasamband Serbíu og Svartfjallalands heldur þjálfaranámskeið í Belgrad dagana 4.-5. ágúst nk. Fimm íslenskir þjálfarar munu sækja námskeiðið. Það eru þeir Ragnar Sigurðsson, Haukum og Á/Þ, Tómas Hermannsson KR, Bojan Desnica KR, Baldur Ingi Jónasson KFÍ, Guðjón Þorsteinsson KFÍ, Hrafn Kristjánsson Þór Ak., Guðmundur Oddsson Þór Ak. og Óskar Þórðarson Þór Þ og Noregi. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða: -Larry Brown (aðalþjálfari Detroit Pistons og bandaríska landsliðsins), Gregg Popovich (aðalþjálfari San Antonio Spurs og aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins), Roy Williams (aðalþjálfari North Carolina háskóla, og aðst. þjálfari bandaríska landsliðsins) -Etore Mesina (aðalþjálfari B.C. Beneton, Ítalíu), Božidar Maljković (aðalþjálfari, landsliðs Serbíu og Svartfjallalands), Arnie Kander (kraft og úthaldsþjálfari, Detroit Pistons), Dr. Dušan Ugarković (prófessor við Belgrade háskóla og körfubolta Akademíuna í Belgrade). mt: Larry Brown þjálfari meistara Detriot Pistons.