1 jún. 2004England sigraði Ísland 53-58 í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna á jafn mörgum dögum, en leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarrfirði á sunnudagsmorgun. Íslenska liðið byrkaði ágætlega og hafði yfir eftir fyrsta fjórðung 11-10. Gestirnir tóku forystu í þeim næsta og staðan í hálfleik var 24-30. Staðan breyttist ekkert í þriðja leikhluta sem fór 14-14, og staðan því 38-44 fyrir lokafjórðunginn.Þegar fimm mínútur voru til leiksloka hafði íslenska liðinu tekist að jafna 48-48, en enska liðið reyndist sterkara á endasprettinum og hafði sigur í hörkuleik 53-58. [v+]http://www.kki.is/leikvarp/tolfraedi.asp?Leikur=1500002015_1_3[v-]Tölfræði leiksins[slod-].