8 maí 2004Í Svíþjóð fækkar liðum í Basketligan, verða 11 en voru 12 í fyrra. Tvö lið stóðust ekki kröfur stjórnar deildarinnar en það voru sigurvegarar 1. deildar í ár, Högsbo Lions frá Gautaborg og lið Malbas Basket í Malmö sem hefur leikið í deildinni síðastliðin tvö tímabil. Liðin sem leika því í deildinni næsta ár eru 08 Stockholm Human Rights, Akropol BBK - Rinkeby (Stokkhólmi), Helsingborg Pearls, Jämtland Basket, Norrköping Dolphins, Ockelbo BBK, Plannja Basket (Luleå), Sallén Basket (Uppsala), Solna Vikings, Sundsvall Dragons og Södertälje Kings.