30 apr. 2004Ársþing KKÍ, hið 44. í röðinni, verður haldið á Selfossi um helgina. Fjöldi tillagna liggur fyrir þinginu og ber þar hæst tillögur er varða reglugerð um þátttöku í úrvalsdeild (launaþak og fjölda erlendra leikmanna og fl.). Þingsetning verður kl. 10 í fyrramálið, laugardag, en í kvöld kl. 20, verða óformlegar umræður um framtíðarskipulag dómaramála. Dagskrá þingsins verður annars sem hér segir: Laugardagur 1. maí. Kl. 10:00 Þingsetning. Kl. 10:05 Heiðursviðurkenningar. Kl. 10:15 Kosning Þingforseta og annarra starfsmanna og nefnda þingsins. Kl. 10:25 Skýrsla stjórnar. Kl. 10:40 Ávörp gesta. Kl. 11:00 Kaffihlé. Kl. 11:10 Gjaldkeri leggur fram reikninga. Kl. 11:30 Tillögum vísað til nefnda. Kl. 12:00 Hádegisverður og þinghlé - nefndir taka til starfa. Sunnudagur 2. maí Kl. 10:00 Nefndaálit. Kl. 12:00 Hádegisverður. Kl. 13:30 Önnur mál. M.a. dregið í töfluröð í efstu deildum. Kl. 13:40 Kosning formanns, stjórnarmanna, varastjórnarmanna, nefnda og fl. KL. 14:20 Áætluð þingslit.