26 apr. 200467. Íþróttaþing ÍSÍ fór fram í dag, laugardaginn 24. apríl 2004 á Grand Hótel Reykjavík. Þingið var fjölmennt en 264 fulltrúar áttu þar sæti. Setning þingsins fór fram kl. 09:30 að viðstöddum Forseta Íslands, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, formanni borgarráðs, þingmönnum og fulltrúum þeirra 27 héraðssambanda og íþróttabandalaga og 24 sérsambanda sem eiga rétt á þingsetu að þessu sinni. Á þinginu var samþykkt að stofna sérsamband um íshokkííþróttina, Íshokkísamband Íslands og þá voru samþykktar tillögur er snúa að sameiginlegri skiptingu lottótekna hreyfingarinnar. Allar þær tillögur sem samþykktar voru á þinginu verða birtar á [v+]http://www.isi-sport.is[v-] vef ÍSÍ[slod-] eftir helgina. Ellert B. Schram var endurkjörinn forseti ÍSÍ og í framkvæmdastjórn voru kosin þau Sigríður Jónsdóttir, Lárus Blöndal, Benedikt Geirsson, Kristrún Heimisdóttir, Örn Andrésson, Hafsteinn Pálsson, Helga H. Magnúsdóttir, Engilbert Olgeirsson, Sigmundur Þórisson og Gunnar Bragason. Í varastjórn voru kosin þau Björg Blöndal, Jón Gestur Viggósson og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir. Á þinginu voru heiðraðir fimm nýir heiðursfélagar ÍSÍ auk þess sem einn Heiðurskross var afhentur. Þá fékk Bjarni Felixson afhenta viðurkenningu frá Alþjóða Ólympíunefndinni fyrir fjölmiðlastörf sín í þágu íþróttanna. [v+]http://www.isi-sport.is[v-] Af vef ÍSÍ [slod-].