23 apr. 200467. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið á Grand Hótel Reykjavík, 24. apríl nk. Setning þingsins verður kl. 09:30 að viðstöddum Forseta Íslands og Fjármálaráðherra. Um 260 þingfulltrúar frá 27 héraðssamböndum og íþróttabandalögum og 24 sérsamböndum eiga rétt á þingsetu að þessu sinni. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar. Meðal mála sem rædd verða á Íþróttaþingi er tillaga um stofnun sérsambands um íshokkýíþróttina, tillaga um sameiginlega skiptingu lottótekna ÍSÍ og UMFÍ, ályktunartillaga um tölvu- og upplýsingakerfi íþróttahreyfingarinnar, áskorun til sveitarfélaga um fyrirmyndarfélag ÍSÍ og ályktun um sérsamböndin og fjárlög Alþingis. Rekstur ÍSÍ var í góðu jafnvægi á síðasta ári. Velta sambandsins skv. samstæðureikningi nam 344 milljónum króna og rekstrarhagnaður var um 2,7 milljónir króna. Óráðstafað eigið fé ÍSÍ, um síðustu áramót, var 310 milljónir króna. Ellert B. Schram forseti ÍSÍ gefur kost á sér til undurkjörs í embætti í síðasta sinn. Hann mun því láta af því embætti á næsta íþróttaþingi eftir tvö ár, verði hann kjörinn nú.