26 mar. 2004Íslandsmótinu í 8. flokki karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum í Smáranum í Kópavogi. Síðasti leikur mótsins verður kl. 20:15 en hann er á milli Breiðabliks og KR en þessi lið eru bæði taplaus í mótinu til þessa. Keppni í minnibolta kvenna lýkur einnig um helgina með úrslitamóti sem fram fer í Hveragerði. Á suðurlandi fer einnig fram úrslitakeppni 2. deild karla um helgina, eins og áður hefur komið fram hér á vefnum. Í Intersport-deildinni verða tvær viðureignir milli UMFG og Keflavíkur. Í kvöld mætast liðin í Grindavík kl.19:15 og á sunnudaginn í Keflavík kl. 17:00. Báðir leikirnir verða sýndir beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Staðan í viðureigninni er 1-1 og það má finna ítarlegt yfirlit yfir tölfræði einvígisins til þessa [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=207[v-]hér[slod-]. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitin gegn Snæfelli en sjá [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=206[v-]hér[slod-] má hvernig einvígi Snæfells og Njarðvíkur þróaðist en Snæfellingar unnu alla þrjá leikina og eru taplausir í úrslitakeppninni til þessa.