16 feb. 2004 Yfir 100 krakkar tóku þátt í “vesturstrandarúrslitunum” sem fram fóru um helgina. Mótið heppnaðist einstaklega vel og skemmtu krakkarnir sér konunglega. Hápunktur helgarinnar var þegar Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni, kom í heimsókn og hitti þátttakendur. Jón Arnór spjallaði um lífið og tilveruna í NBA-deildinni og svaraði fjölmörgum spurningum sem hinir ungu körfuknattleiksiðkenndur langaði að vita um hann sjálfan. Jón áritaði síðan glæsilegt risaplakat af sér sem allir þátttakendur fengu ásamt því að skrifa á skó, boli og alla mögulega hluti. Skotvissir þátttakendur unnu síðan glæsileg verðlaun eins og keppnistreyju Jóns og áritaðar keppnistreyjur þeirra Dirk Nowitzki, Michael Finley og Steve Nash sem allir leika með Jóni hjá Dallas.