26 jan. 2004Formaður KKÍ, Ólafur Rafnsson, hefur skrifað greinaröð um erlenda leikmenn. Fyrsta greinin er komin á vefinn og munu næstu greinar verða birtar hér á vefnum á næstunni. Erlendir leikmenn og tilvera þeirra í íslenskum körfuknattleik er nokkuð sem flestir innan hreyfingarinnar hafa skoðun á – og satt að segja eru varla nokkur málefni sem fá menn til að tjá sig með jafn afgerandi hætti og af jafn mikilli tilfinningu eins og þegar málefni erlendra leikmanna ber á góma. Er það í sjálfu sér hið besta mál, enda setja erlendir leikmenn mikinn svip á körfuknattleik hér á landi og starfsemi félaga í efstu deildum snýst að hluta til um tilvist þeirra. [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=185[v-]Öll greinin[slod-].