8 des. 2003Í dag hefst [v+]http://www.kki.is/stjornuleikur.asp[v-]kosning[slod-] leikmanna í Stjörnuliðin 2004, en hinn árlengi Stjörnuleikur fer fram 10. janúar í Seljaskóla. Liðin eru tvö og er skipt í Norður og Suður. Í Norðrinu eru ÍR, KFÍ, KR, Snæfell og Tindastóll, en í Suðrinu eru Breiðablik, Grindavík, Hamar, Haukar, Keflavík, Njarðvík og Þór, Þorlákshöfn. Reglurnar eru þær að þú velur fimm leikmenn (tvo framherja, einn miðherja og tvo bakverði) í hvort lið. Fjöldi erlendra leikmanna takmarkast við tvo í hvoru byrjunarliði, en þjálfara er heimilt að velja tvo erlenda leikmenn til viðbótar eftir að byrjunarliðið hefur verið gert opinbert. Tölfræðin sem fylgir leikmönnum á þessum lista er aðeins ætluð til viðmiðunar, en þar eru aðeins fyrstu átta umferðirnar teknar með. Ef þú vilt skoða nánari tölfræði einhvers leikmanns dugar að smella á nafnið hans.