8 des. 2003KKÍ hefur ráðið Ívar Ásgrímsson sem landsliðsþjálfara kvenna í körfuknattleik. Ívar er ráðinn til næstu tveggja ára, fram á haustið 2005. Ívar Ásgrímsson er núverandi þjálfari kvennaliðs ÍS, en mun láta af því starfi í vor. Ívar hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari í körfuknattleik. Hann hóf ferlil sinn sem leikmaður í úrvalsdeildinni árið 1983 og lék í deildinni fram til ársins 1997. Alls lék hann 305 leiki í deildinni, lengst af með Haukum en einnig með Snæfell og ÍA þar sem hann þjálfaði einnig. Ívar hefur leikið 15 landsleiki með A-landsliði Íslands á 1986 - 1991 Ívar hefur starfað lengi við þjálfun og hefur þjálfað bæði mfl. karla og kvenna. Hann hóf þjálfaraferilinn í mfl. kvenna hjá Haukum árið 1989 og þjálfaði liðið í tvö ár. Hann hefur þjálfað mfl. karla hjá Snæfelli, ÍA og Haukum. Sl. tvö keppnistímabil hefur hann verðið þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍS. Ívar þjálfaði unglingalandslið karla U-19 tímabilið 1997-1998. Íslenska landsliðið mun taka þátt í Promotion Cup – Evrópukeppni "smærri" þjóða – sem haldin verður í Andorra í júlí 2004. Enn fremur mun liðið taka þátt í Norðurlandamóti kvennalandsliða sem haldið verður í Svíþjóð í ágúst 2004. Stefnt er að því að liðið fái æfingaleiki næsta vor og er unnið að því að svo geti orðið.