4 des. 2003ÍSÍ hefur gefið út [v+]http://www.isisport.is/isinew/um_isi/skrifstofa/tolfr_sersamb_eftir_st_02.asp[v-]iðkendatölur[slod-] fyrir árið 2002. Þar kemur í ljós að iðkendur í körfuknattleik samkvæmt innsendum skýrslum frá félögunum eru 5.917 og hefur þeim fjölgað um 622 frá árinu 2001 eða um [v+]http://www.isisport.is/isinew/um_isi/skrifstofa/breytingar_idk_01_02.asp[v-]11%[slod-]. Er KKÍ því fimmta fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ á eftir knattspyrnu, golfi, hestaíþróttum og handknattleik en þar eru iðkendur 6.092. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að félög sem hafa körfuknattleiksiðkendur innan sinna vébanda eru 94 og þar af eru 30 sem hafa 50 iðkendur eða fleiri. Til sambanburðar eru félögin 36 í handknattleik, þar af 18 sem eru með fleiri en 50 iðkendur. Kynjaskiptingin í körfuknattleik er 69% karlar og 32% konur. Til sambanburðar er [v+]http://www.isisport.is/isinew/um_isi/skrifstofa/kynjahlutfall_2002.asp[v-] kynjaskiptingin [slod-] innan ÍSÍ 63% karlar og 37% konur. Iðkendur í körfuknattleik sem eru 15 ára og yngri eru 3.437. Stúlkur 1.177 og drengir nánast helmingi fleiri eða 2.260. Iðkendur 16 ára og eldir eru alls 2.480 en þar af eru konur aðeins 661 og ljóst að þar er um verulegt brottfall að ræða úr íþróttinni. Allar frekari upplýsingar má finna á [v+]http://www.isisport.is/[v-]vef ÍSÍ[slod-].