3 des. 2003Lára Rúnarsdóttir, leikmaður Breiðabliks, er ekki við eina fjölina felld því á dögunum sendi hún frá sér geisladisk með frumsömdum lögum. Lára, sem er 21 árs og uppalin Bliki, er ein af burðarásum meistaraflokks kvenna, sem situr nú í þriðja sæti í [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001813.htm[v-]2. deild kvenna[slod-]. Þess má geta að Lára heldur útgáfutónleika á Grandrokk í kvöld og svo verður hún með aðra tónleika í Keflavík á fimmtudaginn. Það er því í nógu að snúast hjá henni þessa dagana og óskum kki.is henni innilega til hamingju með nýja diskinn. Lára kom í fyrsta sinn fram á lokahófi KKÍ í Stapanum í Njarðvík í apríl sl. þar sem hún lék nokkur lög við gríðarlega góðar undirtektir. Lára var leikmaður 1. deildar liðs og bikarmeistara [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001601/IS______.htm[v-]ÍS[slod-] á síðasta keppnistímabili.