1 des. 2003Það má segja að það verði nóg að gera hjá íslenskum leikmönnum út um allan heim í desember. KKI.is hefur tekið saman alla leikdaga íslenskra landsliðsmanna, og sem leika í efstu deild í sínu landi, í desember og kemur þá í ljós að lið þeirra eru að leika alla daga nema níu. Af Íslendingum erlendis er það annars að frétta að [v+]http://www.giessen46ers.de/index.php?seite=portraits&team=giessen&saison=2003_2004&unterseite=vorstellung&spieler=logi_gunnarsson[v-]Logi Gunnarsson[slod-] lék sinn fyrsta leik eftir meiðsli á laugardaginn þegar [v+]http://www.giessen46ers.de/[v-]Giessen[slod-] heimsótti [v+]http://www.iceline-karlsruhe.de/content/index.php[v-]Karlsruhe[slod-]. Logi varð fyrir því óláni að hrökkva aftur úr axlarlið og mun ekki leika næstu vikurnar. Karlruhe vann leikinn [v+]http://statistik.basketball-bundesliga.de/content/stats/game/index.php?saison=2003&spiel_id=1209[v-]82-76[slod-] eftir framlengdan leik, en Giessen leiddi með 10 stigum í 4. leikhluta. Logi lék í 35 mínútur í leiknum áður en hann meiddist og skoraði 4 stig en hann lék sem leikstjórnandi þar sem allir aðrir sem valda því hlutverki í liðinu eru meiddir. Og nú er Logi líka meiddur. [v+]http://cbisladetenerife.en.eresmas.com/semana/signy.htm[v-]Signý Hermannsdóttir[slod-] lék með liði sínu [v+]http://cbisladetenerife.eresmas.com/[v-]Isla de Tenerife[slod-] í gær gegn Canal Isabel II og tapaði [v+]http://cbisladetenerife.eresmas.com/[v-]58-66[slod-] eftir að hafa verið undir allan leikinn. Signý skoraði 11 stig fyrir Tenerife sem er í 8. sæti í [v+]http://cbisladetenerife.en.eresmas.com/equipolf2/actualidad.htm[v-]deildinni[slod-]. [v+]http://www.eaglesfan.org/subpage8.html[v-]Óðinn Ásgeirsson[slod-] lék með [v+]http://www.ulrikeneagles.com/[v-]Ulriken Eagels[slod-] gegn [v+]http://www.askeraliens.com/[v-]Asker Aliens[slod-], sem eru norskir meistarar, um helgina og töpuðu Ulriken þriðja leik sínum á tímabilinu, [v+]http://www.bl.no/tx.aspx?MatchId=1580315[v-]85-91[slod-] eftir æsispennandi lokamínútur. [v+]http://www.bl.no/t2.asp?p=37256[v-]Óðinn[slod-] stóð sig sem fyrr prýðilega, lék í 23 mínútur og skoraði 10 stig auk þess að taka 8 fráköst. Ulriken er í toppbaráttunni í Noregi en þar eru aðeins 8 lið í efstu deild. [v+]http://www.ja-vichy.com/scripts/equipe.asp[v-]Pavel Ermolinskij[slod-] fór með liði sínu [v+]http://www.ja-vichy.com/scripts/edito.asp[v-]Vichy[slod-] til [v+]http://www.jdaoff.com/[v-]Dijon[slod-] og lék með unglingaliði félagsins sem sigraði leik sinn og skoraði Pavel 12 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var svo í hópnum hjá aðalliðinu sem tapaði 91-95 en kom ekki við sögu í leiknum. Vichy er í 12. sæti í [v+]http://www.ja-vichy.com/scripts/classement.asp[v-]frönsku deildinni[slod-]. Vichy leikur í [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?roundID=3681&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&[v-]bikarkeppni Evrópu[slod-] líkt og Keflavík, eru í A-riðli vesturdeildarinnar og hafa leikið 3 leiki og sigraði 2. Pavel hefur verið í hópnum í þessum leikjum og nú síðast þegar þeir sigruðu [v+]http://www.eurobasket.com/PORteam.asp?Team=1008[v-]Clube Atletico[slod-] frá Portúgal [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?gameID=3718-A-5-3&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&season=2004&roundID=3681&teamID=&[v-]80-78[slod-] kom Pavel inná og lék í 3 mínútur.