28 nóv. 2003[v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=958[v-]Ingvaldur Magni Hafsteinsson[slod-] leikmaður KR sló metið yfir flest varin skot í einum leik gegn Þór Þ. í gær þegar hann varði 11 skot Þórsara. Fyrra metið áttu þeir Mike Bergen Haukum og [v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=136859[v-]Michail Antropov[slod-] Tindstóli, en þeir vörðu 10 skot. Auk þess skoraði Magni 13 stig og tók 11 fráköst í leiknum, þannig að hann var með þrefalda tvennu í leiknum. Það var Óskar Ó. Jónsson, sérfræðingur í tölfræði körfknattleiks á Íslandi, sem tók saman tölfræði leiksins í gær og því óhætt að treysta á að þessar tölur eru réttar. Magni er kominn í 8. sæti á lista þeirra sem varið hafa flest skot á ferlinum, með 124 varin skot í 91. leik í úrvalsdeild, en efstur trónir [v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=67362[v-]Alexander Ermolinski[slod-] sem varði 347 skot í 244 leikjum. Þess má geta að Magni spilaði einungis 27. mínútur í leiknum og hvíldi allan fjórða leikhluta. Hægt er að skoða hvaða leikmenn hafa varið flest skot í deildinni ásamt annarri [v+]http://www.kki.is/tolfraedi.asp[v-]tölfræði frá upphafi[slod-] úrvalsdeildar. Ath. Ekki var farið að skrá varin skot fyrr en tímabilið 1995-96, en önnur tölfræði er frá 1988-89, en fyrir þann tíma er bara stigaskor og vítanýting.