28 nóv. 2003Dregið verður í riðla fyrir körfuboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum þann 26. janúar nk. í Aþenu. Átta þjóðir hafa tryggt sér farseðilinn til Aþenu. Fyrir utan heimsmeistara Bandaríkjanna og gestgjafana Grikki, þá hafa Tékkland, Rússland, Spánn, Ástralía, Nýja Sjáland og Brasilía tryggt sér þátttökurétt í gegnum álfukeppnir. Fjögur sæti eru enn laus. Þrjú þeirra fá þrjár efstu Asíu þjóðirnar í álfukeppni Asíu, sem fram fer í Japan 13.-19 janúar nk. og Afríkumeistararnir sem krýndir verða eftir álfukeppni Afríku, sem haldin verður í Mozambique 18.-28. desember nk. Löndin tólf verða dregin í tvo sex liða riðla. Fjórar efstu þjóðirnar úr hvorum riðli munu síðan komast áfram í fjórðungsúrslit, þar sem leikið verður með útsláttarfyrirkomulagi, eins og í undanúrslitunum.