25 nóv. 2003Á stjórnarfundi FIBA - Europe sem haldinn var sl. helgi var ákveðin styrkleikaskipting þeirra 16 þjóða sem skipa B-deildina í Evrópukeppni landsliða. Ísland er þar í 3. styrkleikaflokki, en miðað er við niðurstöður úr síðustu Evrópukeppni þar sem Íslandi mistókst að komast í riðlakeppnina. Þjóðir í sama styrkleikaflokki geta ekki lent saman í riðli. Skiptingin er eftirfarandi: 1. Makedónía, Rúmenía, Írland, Hvíta - Rússland. 2. Sviss, Danmörk, Kýpur og Georgía. 3. Ísland, Slóvakía, Austurríki og Finnland. 4. Lúxemborg, Malta, Albanía og Azerbajan. Dregið verður í riðla - fjórar þjóðir í hverjum - þann 13. desember í Belgrad í Serbíu. Leikið verður heima og heiman, fyrst í september 2004.