22 okt. 2003Þrír leikmenn voru dæmdir í leikbann á fundi aganefndar KKÍ í gær. Þeir fengu allir brottrestararvillur í leikjum liða sinna nýlega og þurfa að afplána eins leiks leikbann. Þar af eru tveir leikmenn í INTERSPORT-deildinni. Leon Brisport leikmaður Þórs Þorl. fékk eins leiks bann vegna brottrekstarvillu í leik Hauka og Þórs Þ. í HÓPBÍLA-bikarnum 16. október. Hann tekur bannið út í leik Þórs og UMFN í INTERSPORT-deildinni nk. föstudag. Jón Nordal Hafsteinsson leikmaður Keflavíkur fékk eins leiks bann vegna brottrekstrarvillu í leik ÍR og Keflavíkur í INTERSPORT-deildinni 19. október. Hann tekur bannið út í leik Keflavíkur og Breiðabliks í INTERSPORT-deildinni nk. föstudag. Kristján Jóhannsson leikmaður b-liðs Keflavíkur fékk eins leiks bann vegna brottrekstrarvillu í leik Keflavíkur b og Fjölnis b í 2. deild ka. A-2 þann 13. október. Hann tekur bannið út í leik HHF og Keflavíkur b í 2. deild nk. sunnudag.