14 júl. 2003Á föstudaginn voru félögum í úrvalsdeild sen ný reglugerð um þátttöku í deildinni. Þar er maðal annars tekið á launagreiðslum félaganna og umgjörð á leikjum. Hvað varðar launagreiðslurnar þá verður launþak í deildinni. Ekkert félag má greiða hærri laun en sem nemur 500 þúsund krónur á mánuði í laun og hlunnindi. Í reglugerðinni er að finna útskýringar á því hvað fellur undir launaþakið og hvað ekki. Þá eru gerðar auknar kröfur til félaganna hvað varðar umgjörð leikja og þjónustu við þá sem fylgjast með leikjum í deildinni. Hverju félagi í deildinni verður skylt að halda úti vefsíðu með lágmarks upplýsingum og á leikjum er liðunum skylt að gefa út leikskrá, vera með áhorfendavæna tónlist og lukkudýr. Reglugerðin er komin á netið og verður til bráðabirgða undir "Ýmis skjöl". mt: Lukkudýrin verða væntanlega með ýmsu sniði hjá félögunum, hér er hugmynd.