8 maí 2003Á ársþingi KKÍ sem haldið var í Stykkishólmi um síðustu helgi var dregið í töfluröð fyrir Intersport-deildin, 1, deild kvenna og 1. deild karla fyrir nk. keppnistímabili. Nýliðar Þórs Þorl. fá heimleik gegn ÍR í 1. umferð deildarinnar, en Þorlákshafnarliðið hefur aldrei fyrr leikið í efstu deild. Ísfirðingar, sem koma aftur upp í deildin næsta vetur, fá sömuleiðis heimaleik. Mótherjar þeirra verða Haukar úr Hafnarfirði. Deildarmeistarar UMFG fá granna sína úr UMFN í heimsókn í Röstina og Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti Hamarsmönnum úr Hveragerði. Þá mætast einnig KR og Breiðablik í DHL-höllinni og fyrir norðan taka Tindastólsmenn á móti liði Snæfells. Í 1. deild kvenna munu nýliðar ÍR taka á móti KR í Seljaskóla og Íslandsmeistarar Keflavíkur fá UMFG í heimsókn. Í 1. deild karla munu falllið Intersport-deildarinnar frá því í vetur, mætast í 1. umferð, Valur og Skallagrímur. Þá munu Þórsarar frá Akureyri fá heimaleik og leika við Reyni S. Hægt er að [v+]http://www.kki.is/motahald.asp[v-] sækja leikjaniðurröðun[slod-] Intersport-deildar, 1. deildar kvenna og 1. deildar karla með því að smella á Mótahald hér til vinstri á vefnum. Ekki eru enn komnar dagsetningar á umferðirnar í deildunum, en fyrstu drög að niðurröðun með dagsetningum munu væntanlega liggja fyrir í lok júní eða byrjun júlí.