6 maí 2003Dagana 23. – 25. maí nk. verða fyrstu kvennalandsleikirnir hér á landi síðan 1997, þegar norska landsliðið kemur í heimsókn og leikur þrjá leiki við okkar stúlkur. Karlalið Norðmanna kemur einnig til landsins og leikur einnig þrjá leiki við landsliðið okkar. Þessir leikir eru hugsaðir sem liður í undirbúningi liðanna fyrir Smáþjóðaleikana sem haldnir verða á Möltu í byrjun júní. Leikirnir verða í Keflavík föstudaginn 23. maí, í Reykjavík laugardaginn 24. maí og sunnudaginn 25. maí að Ásvöllum í Hafnarfirði. Nánari dagskrá verður kynnt síðar. Hjörtur Harðarson landliðsþjálfari kvenna hefur valið hópinn sem leika mun gegn Norðmönnum og er hann skipaður eftirtöldum stúlkum: Nafn Félag Staða Hæð Landsleikir Birna Valgarðsdóttir Keflavík F 180 39 Erla Þorsteinsdóttir Keflavík M 183 29 Kristín Blöndal Keflavík F 172 39 Marín Rós Karlsdóttir Keflavík B 175 14 Rannveig Randversdóttir Keflavík B 175 0 Erla Reynisdóttir Keflavík/USA B 165 22 Hanna Kjartansdóttir KR F/M 182 33 Helga Þorvaldsdóttir KR B/F 178 42 Hildur Sigurðardóttir KR B 170 19 Alda Leif Jónsdóttir ÍS B 174 26 Svandís Sigurðardóttir ÍS M 177 0 Signý Hermannsdóttir ÍS/USA M 182 12 Sólveig Gunnlaugsdóttir UMFG B/F 175 3 Að auki voru eftirtaldir leikmenn valdir í landsliðshópinn en gáfu ekki kost á sér eða eru meiddar: Anna María Sveinsdóttir Keflavík Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík Helga Jónasdóttir UMFN Helena Sverrisdóttir Haukar Ísland og Noregur hafa mæst fjórum sinnum í kvennaflokki á körfuknattleiksvellinum fram að þessum þremur leikjum, sem nú eru fyrirhugaðir. Fyrsti leikur þjóðanna var á Norðurlandamótinu 1973, en á því móti fóru fram fyrstu kvennalandsleikir Íslands. Norðmenn unnu öruggan sigur þá 26-76 og sú varð einnig raunin á Norðurlandamótinu 1986, 32-112. Þriðji leikur þjóðanna var á alþjóðlegu móti í Lúxemborg árið 2000 og þá vannst fyrsti og eini sigurinn á Norðmönnum til þessa, 87-69. Síðar sama ár mættust þjóðirnar aftur á Norðurlandamótinu í Bergen og þá sigruðu Norðmenn 58-69. Ísland á því harma að hefna, en sigurinn á Norðmönnum í Lúxemborg er eini sigur kvennalandsliðsins gegn Norðurlandaþjóð til þessa.