31 jan. 2003Stjórnir Körfuknattleiksdeildar og Ungmennafélags Njarðvíkur hafa ákveðið að fram fari lyfjapróf hjá öllum flokkum félagsins í körfubolta þar sem iðkendur eru 13 ára og eldri. Í bréfi sem sent var foreldrum ungmenna sem æfa með Njarðvík segir að þetta sé gert að gefnu tilefni þar sem notkun fíkniefna sé ekki liðin hjá félaginu. Í bréfinu kemur einnig fram að iðkendur verði prófaðir án viðvarana, en um þvagprufur er að ræða sem framkvæmt verður undir eftirliti hjúkrunarfræðings. Þetta kemur fram á vef UMFN og vef Víkurfrétta. [v+]http://www.vf.is/?Object=101&ID=10057[v-]Skoða alla fréttina á VF[slod-].