22 okt. 2001Ákveðið hefur verið að prófa nýja reglu í leikjum Kjörísbikarsins á þessu keppnistímabili. Reglan er sú að það lið sem vinnur dómarakast í upphafi leiks fær knöttinnn til innkast á móts við miðlínu við upphaf 4. leikhluta. Andstæðingarnir fá knöttinn til innkasts á móts við miðlínu við upphaf 2. og 3. leikhluta. Þannig er einungis tekið dómarakast til að hefja leikhluta við upphaf leiks. Regla þessi var kynnt á fundum dómara með þjálfurum í Reykjavík og í Grindavík á dögunum.