10 mar. 2001UMFN sigraði ÍR/Breiðablik í lokaumferð 2. deildar kvenna í Njarðvík í dag, 58-38, og tryggði sér sigur í deildinni og sæti í 1. deild að ári. Þrjú lið urðu efst og jöfn í 2. deild kvenna, UMFN, ÍR/Breiðablik og Haukar. Þar sem UMFN vann stóran sigur á ÍR/Breiðablik í dag varð liðið efst á innbyrðisskori þessara þriggja félaga. Haukar urðu í öðru sæti og ÍR/Breiðablik í þriðja sæti. ÍR/Breiðablik mátti tapa leiknum í dag með 5 stiga mun til að halda efsta sætinu. Þar sem liðið tapaði með meira en 10 stiga mun varð annað sæti Hauka.