22 feb. 2001Dwayne Fontana leikmaður KFÍ setti met í sóknarfráköstum á yfirstandandi keppnistímabili þegar hann tók 15 sóknarfráköst í leiknum gegn UMFN í Njarðvík í gærkvöldi. Að auki tók Fontana 4 varnarfráköst og því 19 fráköst alls í leiknum auk 44 stiga. Með þessum 15 sóknarfráköstum kemst Fontana í 2-4. sætið yfir flest sóknarfráköst í einum leik frá upphafi úrvalsdeildar. Metið á Raymond Harding Snæfelli, en hann tók 17 sóknarfráköst gegn ÍA 25. janúar 1995. Næstur honum á listanum kemur John Rhodes ÍR, en hann tók tvívegis 15 sóknarfráköst fyrir ÍR á árunum 1994-1995.