2 nóv. 2000Keflavíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Epson-deildinni í kvöld er þeir mættu ÍR í Seljaskóla. Eiríkur Önundarson skoraði sigurkörfu ÍR úr þriggja stiga skoti þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum og var það í eina skiptið sem ÍR var yfir í leiknum. Lokatölur 89-88. Njarðvíkingar unnu sigur á Skallagrímsmönnum í Njarðvík 82-73. Á Sauðárkróki tóku heimamenn í Tindastól á móti Hamarsmönnum og sigruðu þá 81-63. Í Grafarvogi töpuðu Valsmenn fyrir Haukum 62-81. Athyglisverð tölfræði úr leikjum kvöldsins: Cedric Holmes ÍR skoraði 23 stig og tók 23 fráköst gegn Keflavík. Hann var einnig með 73% nýtingu í skotum sínum. Calvin Davis Keflavík var með 34 stig og 9 fráköst í leiknum gegn ÍR. Brenton Birmingham UMFN skoraði 28 stig, hirti 16 fráköst, var með 7 stoðsendingar og 90% nýtingu í 2ja stiga skotum gegn Skallagrím. Warren Peeples Skallagrím skoraði 24 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar gegn UMFN og því nálægt því að vera með þrefalda tvennu. Pálmi Sævarsson Skallagrím tók alls 14 fráköst gegn UMFN, þar af 10 sóknarfráköst. Leikir KR - KFÍ og UMFG - Þórs Ak., sem frestað var í dag, hafa verðir settir á annað kvöld (föstudagskvöld) kl. 20.