4 okt. 2000Keflavík bar sigurorð af Haukum, 96-63, í leik liðanna í Epson deildinni á þriðjudag. Þar með lauk fyrstu umferð deildarinnar, en leiknum hafði verið frestað vegna bilunar í leikklukku. Gunnar Einarsson var stigahæstur Keflvíkinga með 26 stig, en næstir komu Magnús Gunnarsson og Calvin Davis með 14 stig hvor. Davis tók 16 fráköst að auki. Langstigahæstur í liði Hauka var Rick Mickens, en hann skoraði 25 stig þrátt fyrir aðeins 26% skotnýtingu. Næstur var Bragi Magnússon með níu stig. Haukarnir hittu afar illa í leiknum, voru aðeins með 31,3% skotnýtingu.