4 okt. 2000KKÍ hefur gert þriggja ára samning við Kjörís um að fyrirtækið verði stuðningsaðili KJÖRÍSBIKARSINS, sem áður var nefndur Eggjabikarinn. Keppnin fer nú fram í fimmta sinn og er með sama sniði og áður, þ.e. að 16 bestu liðin frá fyrra keppnistímbili leika saman. Lið nr. 16 mætir liði nr. 1 og er leikið heima og heiman, fyrst á heimavelli liðsins sem var neðar í deildinni. Kjörís er þriðja fyrirtækið sem verið hefur stuðningaðili keppninnar, en áður hafa Íslenskar getraunir og Félag Eggjaframleiðenda styrkt hana. Eftirtalin félög mætast í fyrstu umferð keppninnar: KR - Stjarnan, Hamar - Skallagrímur, Tindastóll - Snæfell, Haukar - Valur, UMFN - ÍA, Keflavík - ÍR, Þór Ak. - KFÍ og UMFG - Þór Þ. Sjá nánar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001190.htm[v-]hér.[slod-]