28 sep. 2000Velflestir þjálfarar Epson deildarinnar og 1. deildar kvenna hafa sent inn pistil þar sem þeir greina frá markmiðum sínum fyrir komandi vetur. Það var farið seint af stað með að sækjast eftir þessum pistlum og því eru þeir ekki allir komnir í hús. En þegar þetta er skrifað hafa þjálfarar tíu liða sent inn pistil og því um að gera fyrir fróðleiksfúsa að kíkja á þá. Pistlana er að finna undir liðnum Greinar og að sjálfsögðu óskum við eftir því að fá senda greinar og pistla frá ykkur, notendum vefjarins. Ef þið lumið á skemmtilegri grein, er hún vel þegin í safnið. Sendið okkur póst á kki@kki.is.