16 apr. 2000Lettar unnu Þjóðverja 63-62 á EM unglinga í gær og Ítalir unnu Finnar 77-75. Eins og sjá má á úrslitum leikja í mótinu, þá eru þjóðirnar mjög jafnar og eini leikurinn sem endað hefur með meira en tíu stiga mun er 72-56 sigur Íslendinga á Finnum. Finnar er enn án sigurs á mótinu en litlu munaði gegn Ítölum í gær eins og tölurnar bera með sér. Það má því búast við harðri baráttu um sætin þrjú sem gefa áframhaldandi keppnisrétt í Evrópukeppninni. Staðan í riðlinum er nú þessi.