15 apr. 2000Þrátt fyrir að Íslenska liðið hafi tapað fyrir Lettum með 66 stigum gegn 59 á liðið enn möguleika á að komast áfram upp úr undanúrslitariðlinum og í úrslit Evrópukeppninnar. Ef lið Finna sigrar Litháen með minna en 29 stigum þá fer Ísland áfram. Stærri sigur fleytir Finnum áfram og tapi Finnar fara Litháar áfram. Leikur þessara liða hefst nú kl. 14 að íslenskum tíma. Leikur Íslands og Lettlands var jafn allan tímann. Lið Letta leiddi með 4 - 6 stigum lengst af. Ísland reyndi að brjóta undir lok leiksins en Lettarnir settu niður vítin. Jafnframt var íslenska liðið óheppið í 3ggja stiga skotum sínum undir lokin þegar boltinn dansaði á körfuhringnum hvað eftir annað, án þess að fara ofaní. Stigahæstu menn voru Jakob Sigurðsson með 16, Jón Arnór Stefánsson 12, Hlynur Bæringsson 11 og 17 fráköst, Ólafur Sigurðsson 8 Hreggviður Magnússon 5 og Helgi Magnússon með 5.