14 apr. 2000Íslenska landsliðið tapaði fyrir því Ítalska nú áðan í undanúrslitariðli EM í körfubolta með 83 stigum gegn 52. Liðið lenti strax 20 stigum undir og náði sér ekki á stik eftir það. Staðan í hálfleik var 44-20 Ítölum í vil. Stig Íslands skoruðu Jón Arnór Stefánsson 21, Jakob Sigurðsson 11, Hlynur Bæringsson 6, Hreggviður Magnússon 5, Ólafur Sigurðsson 2, Ómar Sævarsson 2, Helgi Magnússon 2, Ólafur Guðmundsson 2 og Helgi Mangússon 1. Liðið mætir Lettum á morgun kl. 12.00 að íslenskum tíma og verður að sigra í þeim leik til að eiga möguleika á að komast áfram. Lettar töpuðu í dag gegn liði Litháen með 55 stigum gegn 59. Nú eru Finnar og Þjóðverjar að leika. Þann leik dæmir Leifur Garðarson en hann hefur staðið sig mjög vel á þessu móti og fengið hrós fyrir.