7 apr. 2000Bikarkeppni yngri flokkanna lauk um síðustu helgi, en leikið var í Laugardalshöll. Fimm félög urðu bikarmeistarar og má því segja að bikararnir hafi dreifst vel að þessu sinni. Keflavík og Fjölnir unnu bæði tvo bikarmeistaratitla. Bikarmeistaratitlarnir í yngri flokkunum skiptust sem hér segir: Unglingaflokkur karla: Þór Ak. Unglingaflokkur kvenna: Keflavík Drengjaflokkur: ÍR 11. flokkur karla: Fjölnir 10. flokkur karla: Haukar Stúlknaflokkur: Keflavík 9. flokkur karla: Fjölnir