6 apr. 2000Nú er ljóst að úrslitarimman milli Grindavíkur og KR hefst þann 17. apríl nk. Ákveðið var í gær að fresta úrslitaleikjunum vegna Þýskalandsferðar unglingalandsliðsins, en tveir af máttarstólpum liðsins eru leikmenn meistaraflokks KR. Fyrsti leikurinn verður mánudaginn 17. apríl kl. 20:00 í Grindavík, en leikur númer 2 verður miðvikudaginn 19. apríl kl. 20:30 í KR-húsinu. Næstu leikdagar verða síðan 22. apríl, 25. apríl og 27. apríl ef með þarf.