15 mar. 2000Valsmenn tryggðu sér rétt til að leika til úrslita í 1. deild karla í gærkvöld, er þeir sigruðu Þór Þ. í örðum leik liðanna, 83-75. Valur vann einnig fyrri leik liðanna sem fram fór í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld, 63-60. Valsmenn hafa því endurheimt sæti sitt í úrvalsdeild eftir eins árs veru í 1. deild. ÍR og Stjarnan mætast þriðja sinni á föstudagskvöld í undanúrslitaviðureign sinn, en hvort lið hefur einn vinning.