24 feb. 2000Ísland tapaði sínum fjórða leik í D-riðli undanúrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Skopje í gærkvöld. Makedóníumenn gerðu 94 stig gegn 65 stigum Íslands. Í leikhléi var staðan 46-34. Teitur Örlygsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig. Önnur úrslit í D-riðli urðu þau að Úkraína tapaði heima fyrir Slóveníu 63-76 og Portúgalir töpuðu sömuleiðis á heimavelli sínum 77-84. Íslendingar mæta Portúgölum í Laugardalshöll á laugardaginn kl.16:00, en þessar þjóðir hafa tapað öllum leikjum í riðlinum til þessa. Það má því búast við hörkuleik og víst er að íslenska liðið ætlar að ná í sín fyrsta sigur í keppninni. Staðan í D-riðli er nú þessi.