22 feb. 2000Tveir af máttarstólpun landsliðsins gátu ekki farið með landsliðinu til Makedóníu í gær. Þetta eru þeir Guðmundur Bragason og Hermann Hauksson. Þá gat Ólafur Jón Ormsson heldur ekki farið með vegna meiðsla. Tveir nýliðar eru því í landsliðshópnum að þessu sinni, Hlynur Bæringsson og Ægir Hrafn Jónsson. Annar þeirra mun verða í leikmannahópnum í Skopje annað kvöld, en hinn mun hvíla. Vonir standa til þess að Þeir Guðmundur og Hermann geti leikið með íslenska liðinu gegn Portúgölum í Höllinni á laugardaginn.