18 feb. 2000Búið er að opna fyrir umræðuþræði á vef KKDÍ. Ætlunin er að þar verði fyrst og fremst rætt um íslenskan körfuknattleik (þó vissulega sé í lagi að minnst sé á NBA, Evrópuboltann og bandaríska háskólaboltann), hvort sem um er að ræða leiki, leikmenn, þjálfara eða dómara. Greinar tengdar öðrum íþróttum en körfubolta verða útilokaðar af þessum þráðum og þeir sem verða uppvísir að því að senda skilaboð sem uppfull eru af dónaskap og leiðindum, sem og áróðri á borð við: " ERU BESTIR!!!!!!!!!!!!" verða áminntir og jafnvel útilokaðir frá þessum þráðum. Meginmarkmiðið er að svala þörf körfuknattleiksáhugamanna um vitrænan, íslenskan umræðuvef, og því er ekkert eftir nema smella sér inn á vef KKDÍ og þaðan á umræðuvefinn. Slóðin á vef KKDÍ er http://www.toto.is/kki/domarar/